Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Streita, kvíði og þunglyndi veikir ónæmiskerfið. Mikil streita, kvíði og þunglyndi eykur því t.d. líkur á því að kvefast.
Fyrirtækjaþjónusta

Styrkur Heilsustöðvarinnar í þjónustu við fyrirtæki liggur í reynslu og þekkingu sérfræðinga okkar á því hvernig hafa má jákvæð áhrif á atferli fólks til bættrar heilsu og árangurs í starfi, og skilningi okkar á líðan og atferli starfsmanna. Við veitum mannauði fyrirtækja fræðslu, ráðgjöf og meðferð en ekki síður mikilvæga fræðslu og ráðgjöf til stjórnenda. Fyrirtækjaþjónusta okkar stuðlar að bættri heilsu, starfsánægju og árangri starfsmanna en þessir þættir eru grundvöllur að velgengni hvers fyrirtækis. Við leggjum metnað okkar í að veita þjónustu sem er sniðin að þörfum hvers fyrirtækis.

Fyrirtækjaþjónusta Heilsustöðvarinnar þjónar bæði starfsmönnum og vinnuveitendum með því að:

  • Draga úr forföllum og veikindadögum
  • Auka framleiðni og árangur í starfi
  • Bæta starfsmóral og áhugahvöt starfsmanna
  • Draga úr vinnustaðatengdri streitu og samskiptaörðuleikum
  • Draga úr starfsmannaveltu og um leið tapi á verðmætri þekkingu og færni
  • Draga úr kostnaði og fjárhagslegu tapi fyrirtækja
 

Sendið fyrirspurnir og beiðnir vegna þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á netfangið firma@heilsustodin.is