Könnun mánaðarins

Hvað af eftirfarandi hræðist þú mest?
 

Vissir þú að ...

Streita, kvíði og þunglyndi veikir ónæmiskerfið. Mikil streita, kvíði og þunglyndi eykur því t.d. líkur á því að kvefast.
Velkomin á Heilsustöðina

Mikið hefur breyst síðan ég stofnaði Heilsustöðina sálfræði- og ráðgjafaþjónustu árið 2008. Á þessum rúma áratug hefur fyrirtækið veitt þúsundum einstaklinga sálfræðilega meðferð og ráðgjöf og fjöldi fyrirtækja notið sérhæfðrar fyrirtækjaþjónustu Heilsustöðvarinnar. Á þeirri vegferð minni að veita einstaklingum og fyrirtækjum hágæða sálfræðilega meðferð og ráðgjöf, og í þeirri viðleitni minni að láta gott af mér leiða til almennings með fyrirlestrahaldi og samfélagsmiðlum, er nú kominn tími á breytingar.

Frá og með desember 2019, breytir Heilsustöðin um nafn, lógó og heimasíðu:

Ekkert mun breytast varðandi grundvallar starfsemina sem verður áfram að veita sálfræðilega meðferð og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Ný heimasíða verður opnuð undir léninu www.haukursigurdsson.is fyrir áramót.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur